Áfram vætusamt en milt

Útlit er fyrir súld eða rigningu á landinu í dag …
Útlit er fyrir súld eða rigningu á landinu í dag og á morgun. Myndin er úr safni. mbl.is/Styrmir Kári

Súld og rigning setja svip sinn á landið í dag en svipuðu veðri er spáð áfram á morgun, vætusömu og mildu. Veðurstofan gerir ráð fyrir austan og norðaustan golu eða kalda á landinu í dag með hita á bilinu 10–16 stig en kaldara austast. Spáð er súld eða dálítilli rigningu austanlands, annars skúrum, einkum síðdegis.  

Á föstudag er hins vegar útlit fyrir ákveðna norðanátt með talsverðri rigningu á Norðaustur- og Austurlandi, en skýjuðu og að mestu þurru veðri suðvestan- og vestanlands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast syðst.

Veðrið á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert