Sendiráðið í París sinnt þjónustu áfallalaust

Berglind Ásgeirsdóttir með lítilli hnátu á samkomu í París.
Berglind Ásgeirsdóttir með lítilli hnátu á samkomu í París. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Miklar annir hafa fylgt fjölda áhangenda íslenska landsliðsins í Frakklandi. Sendiráð Íslands í París heldur uppi mikilli þjónustu við íslenska stuðningsmenn, en áfallalaust hefur gengið að sinna Íslendingunum þrátt fyrir skyndilega fjölgun þeirra í landinu.

Hafa þeir sýnt af sér staka prúðmennsku, að sögn sendiherra Íslands í Frakklandi, Berglindar Ásgeirsdóttur.

„Það er svo ánægjulegt að vera með verkefni upp yfir haus vegna þess að svona ánægjulegur atburður hefur gerst, það eru þúsundir Íslendinga í Frakklandi. Við höfum verið með viðbúnað á ræðisskrifstofunum og höfðum búið okkur undir að liðið myndi halda áfram, eins og það gerði,“ segir Berglind í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert