Jákvætt fyrir þjóðarsálina

Lund margra er léttari þessa dagana vegna góðrar frammistöðu Íslands …
Lund margra er léttari þessa dagana vegna góðrar frammistöðu Íslands á EM í fótbolta í Frakklandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Velgengni Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu eykur hamingju, samkennd og samheldni í samfélaginu í heild. Þetta segir Óttar Guðmundsson, einn reyndasti geðlæknir landsins.

Í ítarlegri umfjöllun um EM í fótbolta í Morgunblaðinu í dag segir Óttar að velgengnin sé jákvæð fyrir þjóðarsálina og jafnvel þeir sem séu utanveltu í samfélaginu upplifi sig sem hluta af hóp því allir geti talað um fótbolta.

„Velgengnin eykur samkennd og eyðir daglegum ágreiningi,“ segir Óttar, sem telur að áhrifanna muni gæta lengi því fótboltinn sé þannig. „Danir til dæmis lifa enn á því að hafa orðið Evrópumeistarar 1992. Það er stærsta augnablik í þeirra fótboltasögu og þeir tala enn um það afrek.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert