Kjaraviðræður í strand

Frá Jómfrúarferð Bombardier Q400-flugvélar Flugfélags Íslands.
Frá Jómfrúarferð Bombardier Q400-flugvélar Flugfélags Íslands. mbl.is/ Skapti Hallgrímsson

Upp úr hefur slitnað í kjaraviðræðum flugfreyja hjá Flugfélagi Íslands við atvinnurekendur. „Við erum bara núna að skoða kröfu okkar og funda með samninganefndinni okkar og sjáum hvað framhaldið verður í því máli,“ segir Sigríður Ása Harðardóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, í samtali við mbl.is.

Sigríður segir viðræðurnar í sjálfu sér ekki hafa gengið brösuglega en það séu helst þær breytingar sem hafa orðið hjá starfsfólki Flugfélags Íslands, eftir að stærri vél, Q400, var tekin í notkun, sem eru til skoðunar.

Stefnt er að því í dag að ákveða hvenær óskað verður eftir næsta fundi með samninganefnd að sögn Sigríðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert