Lánasöfnin verðminni en talið var

Umfang sparisjóðakerfisins hér á landi minnkaði mikið á liðnu ári þegar þrír stærstu sparisjóðirnir voru sameinaðir Landsbankanum og Arion banka eftir að í ljós kom að lánasöfn þeirra voru mun verðminni en áður hafði verið talið.

Sjö sparisjóðir voru starfræktir á Íslandi í upphafi ársins 2015. Í lok ársins voru fjórir eftir, en samanlagðar eignir sjóðanna fjögurra námu 19,8 milljörðum króna um síðustu áramót. Áramótin þar áður námu eignir sjóðanna 56,4 milljörðum króna.

Þannig höfðu eignir sparisjóðakerfisins dregist saman um 65% á milli ára, að því er fram kemur í umfjöllun um sparisjóðina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert