Safnast saman á Ráðhústorginu

EM fögnuður í Nice.
EM fögnuður í Nice. mbl.is/Golli

Danska blaðið Politiken hefur boðað stuðningsmenn íslenska landsliðsins á Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn í hádeginu á föstudag og er tilgangur samkomunnar sá að taka upp heróp Íslendinga og senda landsliðinu kveðju.

Friðrik Weisshappel, eigandi Laun­drom­at Café, er að hjálpa blaðinu að bjóða sem flestum Íslendingum á samkomuna og auglýsir eftir trommuleikara til að stjórna taktinum á föstudag. „Þetta er stærsta dagblað í Danmörku og ómetanlegur stuðningur fyrir okkur. Þeir eru með kvikmyndatökulið til að taka þetta upp og ætla að senda kveðjuna á íslenska liðið fyrir leikinn þannig að þeir sjái að þeir eru ekki bara með Ísland á bak við sig,“ segir Friðrik.

Friðrik Weisshappel, eigandi Laun­drom­at Café.
Friðrik Weisshappel, eigandi Laun­drom­at Café. mbl.is

Friðrik Weiss­happ­el efndi til sann­kallaðrar Íslend­inga­hátíðar í Kaup­manna­höfn í gærkvöldi er hann bauð gestum og gangandi í bjór á Laun­drom­at Café við El­mega­de á Nør­re­bro til að fagna velgengni íslenska liðsins. „Við keyptum tólf kúta af bjór og buðum öllum sem við þekkjum og Íslendingum hingað. Það komu fleiri hundruð manns og þetta fékk rosalega umfjöllun,“ segir Friðrik en í dag hefur verið brjálað að gera á öllum stöðum Laundromat Café í Kaupmannahöfn.

Frétt mbl.is - Býður Íslendingum upp á bjór

Friðrik er ánægður með gengi íslenska liðsins og segir sigurinn á Englandi sæta hefnd á Breta. Hann segir sér hafa runnið blóðið til skyldunnar eftir sigurinn og langað að umkringja sig góðum Íslendingum og sýna samstöðu. „Mér finnst liðið í dag búið að vinna mótið með þessum árangri þó svo að ég kjósi auðvitað að vinna í París á sunnudag,“ segir Friðrik að lokum.

Viðburðurinn á Facebook 

Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn.
Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert