Eldur í verkstæði í Dugguvogi

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan fimm síðdegis í dag þegar tilkynning barst um eld í iðnaðarhúsnæði í Dugguvogi í Reykjavík.

Búið var að slökkva eldinn, sem var minniháttar, þegar slökkviliðið kom á vettvang, samkvæmt upplýsingum mbl.is. Reykræsti slökkviliðið húsnæðið, en þar er meðal annars bílaverkstæði til húsa. Engar skemmdir urðu vegna eldsins.

Einn starfsmaður verkstæðisins brenndist við slökkvistörf og var hann fluttur á slysadeild.

Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert