Meintur veiðiþjófnaður enn til rannsóknar

Veiðiþjófarnir veiddu allt sem hreyfðist að sögn þeirra sem komu …
Veiðiþjófarnir veiddu allt sem hreyfðist að sögn þeirra sem komu að þeim. Ljósmynd/Rúnar Karlsson

Embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum er enn með til rannsóknar meintan veiðiþjófnað nokkurra manna í Hornvík á Hornströndum sem sagt var frá fyrr í mánuðinum. Ekki hefur náðst að yfirheyra alla í málinu, en Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn segir að vonandi klárist rannsókn sem fyrst.

Hann segir að málið sé rannsakað með það í huga að brotlegt athæfi hafi verið framið, en þó sé ekki komin niðurstaða í málið enn.

Ferðaþjónustuaðilar sem ætluðu að undirbúa sumarvertíð komu upp um veiðiþjófana og sögðu þeir að aðkoman hafi verið slæm, þar sem selshræ lá í fjörunni auk þess sem búnaður til veiða var á svæðinu, hreyfimyndavél, háfar, byssur og net.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert