Skiptir máli að greina ósæðarrof sem fyrst

Tíðni ósæðarrofs er lægri á Íslandi en í nágrannaríkjum.
Tíðni ósæðarrofs er lægri á Íslandi en í nágrannaríkjum. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Niðurstöður íslenskrar rannsóknar á sjúklingum með svokallaða flysjun, eða rof, á ósæð í brjóstholi sýna að tíðni ósæðarrofs er lægri hér á landi en í nágrannalöndum. Ástæðurnar eru óskýrðar.

Rannsóknin náði til 152 sjúklinga sem greindust hér á landi árin 1992 til 2013 og var samstarfsverkefni hjarta- og lungnaskurðdeildar Landspítala og læknadeildar HÍ.

Niðurstöður rannsóknarinnar þykja staðfesta hversu hættulegt fyrirbærið er heilsu manna, en 18% sjúklinganna létust áður en þeir náðu á sjúkrahús og önnur 21% létust innan sólarhrings eftir komu á sjúkrahús. Það er því ljóst að því fyrr sem sjúklingar greinast, þeim mun betri er útkoman, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert