Stálu hundruðum lítra af eldsneyti

Héraðsdómur Reykjaness sakfelldi í gær tvo karlmenn fyrir þjófnað á olíu og bensíni frá Atlantsolíu. Þá var annar þeirra jafnframt sakfelldur fyrir peningaþvætti. Var sá dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsið en fresta skal fullnustu sex mánaða af refsingunni.

Var hinn dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi en fresta skal fullnustu fjögurra mánaða af refsingunni.

Mennirnir opnuðu eldsneytisdælur og tengdu þannig að einungis greiddist lítill hluti af því eldsneyti sem þær dældu yfir í 200 lítra tunnur. 

Annar mannanna seldi síðan eldsneytið áfram til nokkurra aðila.

Mennirnir játuðu skýlaust brot sín fyrir dómi.

Brotin áttu sér stað frá maí 2013 til mars 2014.

Segir í dómnum að háttsemi þeirra hafi falið í sér einhliða og heimildalausa töku á eldsneyti. Létu mennirnir líta svo út sem þeir væru á löglegan hátt að versla eldsneyti á afgreiðslustöðvum Atlantsolíu og tóku þannig meðvitaða ákvörðun um að komast með ólögmætum hætti yfir verðmæti sem tilheyrðu öðrum. Fór háttsemin því fram með leynd. 

Dómur Héraðsdóms Reykjaness

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert