Þrumuveður í nágrenni Reykjavíkur

Þrumuveðrið gæti borist til Reykjavíkur í dag.
Þrumuveðrið gæti borist til Reykjavíkur í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrumur hafa heyrst í Reykjavík í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands koma þær frá Kjósarskarði og Mosfellsdal, en annar myndarlegur skúraklakki sem einnig gæti fylgt þrumuveður er yfir Hellisheiði.

Að sögn veðurfræðings eru líkur á því að þrumuveðrið færist til Reykjavíkur nú síðdegis og verði fram á kvöld. Hefur hann ekki vitneskju um hvort mikið af eldingum fylgi veðrinu. „Þetta hefur ekki komið fram á eldingamælum ennþá en við heyrum í þeim.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert