Utanríkisráðherra og börn með kveðju til Frakklands

Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Akraness, stýra kveðju …
Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Akraness, stýra kveðju til íslenska landsliðsins á Akratorgi í dag. Ljósmynd/Akraneskaupstaður

Bæjarhátíðin Írskir dagar var sett á Akranesi með táknrænum hætti í dag. Börn af leikskólum bæjarins mættu á Akratorg klædd fötum í írsku fánalitunum og Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, ávarpaði gesti.

Frétt mbl.is: Risaskjár á Akranesi á sunnudag

Bað Lilja börnin að senda íslenska landsliðinu kveðju með sér, með því að taka saman hið fræga víkingaklapp og viðeigandi „hú!“ hróp með. Sjá má myndband af kveðjunni hér að neðan, sem Lilja og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Akraness, stýrðu.

Írskir dagar eru nú haldnir í sautjánda sinn og stendur hátíðin yfir fram á sunnudagskvöld, þegar leikur Íslands og Frakklands verður sýndur á risaskjá í skógrækt Skagamanna, Garðalundi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert