Dóttir Filippusar sterka og borðar söl

Ingveldur Sigríður Filippusdóttir er 100 ára í dag.
Ingveldur Sigríður Filippusdóttir er 100 ára í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Ingveldur Sigríður Filippusdóttir heldur upp á 100 ára afmæli sitt í dag, 1. júlí. Ingveldur fæddist í Árnessýslu og ólst upp á Stokkseyri.

„Það var ágætt að alast upp í svona litlu plássi,“ segir Ingveldur. Ein af fyrstu æskuminningum hennar er heimsókn Danakonungs, þjóðhöfðingja landsmanna, sumarið 1921. Kristján tíundi heimsótti þá bæinn ásamt eiginkonu sinni og sonum. „Mamma saumaði á okkur kjóla, systurnar, en það var aðalfólkið sem tók á móti honum, ég man nú ekki hvað hann var að gera í bænum okkar, þetta er svo langt síðan.“

Ingveldur hefur alltaf haft gaman af sauma- og prjónaskap og vann lengst af sem forstöðukona á saumastofu á Hverfisgötu í Reykjavík, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert