Dýrafjarðargöng eftirsótt

Frá Dýrafirði.
Frá Dýrafirði.

Mikill áhugi er á útboði Dýrafjarðarganga. Í heildina var tekið við sjö umsóknum fyrir forvalið og eru þær ýmist frá erlendum verktakafyrirtækjum eða verktakahópi erlendra og innlendra aðila.

Fyrirtækin koma frá Danmörku, Tékklandi, Sviss, Noregi, Portúgal, Spáni og frá Ítalíu, auk Íslands, og af þeim hafa fjögur fyrirtæki verið að grafa göng á Íslandi undanfarin ár. Í Morgunblaðinu í dag segir Hreinn Haraldsson, forstjóri Vegagerðarinnar, að áhuginn hafi komið á óvart.

„Þetta var talsvert meiri áhugi en við bjuggumst við. Erlend fyrirtæki hafa yfirleitt haft aðkomu að stórum verkefnum ásamt innlendum aðilum en fleiri sóttu um en við gerðum ráð fyrir.“ Spurður um hvort að sömu erlendu fyrirtækin sæki um verkefni Vegagerðarinnar segir Hreinn að svo sé ekki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert