Eskimo-vélin er hér um bil full

Íslensku stuðningsmennirnir tóku „huh“-fagnaðarhrópið með knattspyrnuhetjunum að leik Íslands og …
Íslensku stuðningsmennirnir tóku „huh“-fagnaðarhrópið með knattspyrnuhetjunum að leik Íslands og Englands loknum. AFP

Örfá sæti eru eftir í leiguflugi Eskimo travel til Frakklands á sunnudag. Vélin tekur af stað frá Keflavíkurflugvelli klukkan 8:30 að morgni sunnudags þaðan sem hún flýgur til Charles de Gaulle-alþjóðaflugvallarins í París. Flogið verður til baka klukkan þrjú síðdegis á mánudag.

Daníel Grímur Kristjánsson, verkefnastjóri hjá Eskimo travel, segir það öruggt að vélin fari til Frakklands. „Við förum til Frakklands. Við ætlum að styðja okkar menn og syngja eins hátt og við getum Ég er kominn heim,“ segir Daníel á léttu nótunum.

Frétt mbl.is: Gengur vel að fylla 133-sæta flugvél

133 sæti voru til sölu í vélinni og segir Daníel að áhugasamir geti enn haft samband við Eskimo travel og athugað hvort það sé laust í flugið. Tveir karlmenn voru á skrifstofu Eskimo travel þegar mbl.is náði tali af Daníel. Hann sagði þá brosandi út að eyrum yfir því að vera á leiðinni til Parísar að fylgjast með íslenska landsliðinu etja kappi við það franska í 8-liða úrslitum Evrópumótsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert