Flugfreyjur sömdu í gærkvöldi

Skapti Hallgrímsson

Flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands í Félagi íslenskra flugfreyja skrifuðu í gærkvöldi undir samningi við flugfélagið. Fundað var fram á kvöld í gærkvöldi. 

mbl.is greindi frá því á miðvikudag að slitnað hefði upp úr viðræðunum. Að sögn Sigríðar Ásu Harðardóttur, formanns félagsins, lögðu flugfreyjur fram tillögu í gær sem var samþykkt af samninganefnd flugfélagsins. 

Samningurinn verður kynntur félagsfólki í byrjun næstu viku. 

Frétt mbl.is: Kjaraviðræður í strand

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert