Gert að ljúka afplánun

mbl.is

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem komst að þeirri niðurstöðu 28. júní sl. að manni skyldi gert að afplána 105 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar, þar sem hann lægi undir sterkum grun um að hafa gerst sekur um háttsemi sem varðað getur meira en 6 ára fangelsi.

Maðurinn hefði þannig brotið gróflega gegn skilyrðum reynslulausnar sem honum var veitt 11. ágúst 2015.

Maðurinn er grunaður um að hafa, í félagi við annan, frelsissvipt tvær stúlkur í yfir sex klukkustundir á heimili annarar þeirra. Sögðu stúlkurnar að kærðu hefðu hótað sér og ættingjum sínum lífláti, klippt hefði verið af hári þeirra og hnífur borin að hálsi annarar.

Við frumrannsókn málsins kom í ljós að atlaga kærðu tengdust meintri peningaskuld brotaþola en annar þeirra var kærasta annars árásarmanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert