Hiti, slappleiki og þrálátur hósti

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Sumarkvefpest hefur að undanförnu herjað á landsmenn. Einkennin eru hár hiti í einn eða tvo daga og þrálátur hósti, að sögn Guðbjargar Sigurgeirsdóttur, heimilislæknis á heilsugæslu Seltjarnarness.

Í Morgunblaðinu í dag segir hún að kvefið sé ekki bundið við veturinn. „Það er ekki hægt að kalla þetta flensu, þetta er bara hefðbundin kvefpest. Hún varir í svona viku með áberandi hósta en sumir fá háan hita í einn eða tvo daga.

Það eru til þessir kvefvírusar sem taka breytingum og þess vegna fær maður kvef aftur og aftur. Þetta er sá tími sem fólk er mikið á ferðinni og þá koma pestirnar til landsins. Það kemur alltaf kvefpest á sumrin og fólk er alltaf jafn hissa á að fá hana.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert