Í beinni frá Ráðhústorginu

Íslenskir stuðningsmenn á EM eru þekktir fyrir víkingaöskur sín.
Íslenskir stuðningsmenn á EM eru þekktir fyrir víkingaöskur sín. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Danska blaðið Politiken hefur boðað stuðningsmenn íslenska landsins á viðburð á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn í hádeginu í dag til að taka upp fjölmennt víkingaöskur sem einkennt hefur íslenska stuðningsmenn á EM.

Frétt mbl.is - Safnast saman á Ráðhústorginu 

Politiken hefur ekki farið í felur með stuðning sinn á íslenska liðinu á EM og til stendur að taka upp víkingaöskrið og senda kveðju beint til íslensku strákana. Búist er við nokkrum fjölda á Ráðhústorginu vegna viðburðarins.

66°Norður er með verslanir í Kaupmannahöfn og ætlar að sýna frá viðburðinum í beinni á Snapchat-inu team_66north.

Facebook-síða Politiken 

Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn.
Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert