Konurnar höfðu átt í ágreiningi

Frá Kópavogi. Mynd úr safni.
Frá Kópavogi. Mynd úr safni. Ómar Óskarsson

Þrjú börn í íbúð í Þverbrekku í Kópavogi náðu að læsa sig inni í herbergi og hafa samband við móður sína þegar tvær konur ruddust inn í íbúð þeirra rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Konurnar og móðir barnanna þekkjast og hefur ágreiningur verið á milli þeirra í einhvern tíma.

Eitt barnið hringdi í móður sína sem kom skömmu síðar heim. Konurnar tvær hótuðu móðurinni með hnífi þegar hún kom heim til sín.

Konurnar sem réðust inn á heimilið voru handteknar þegar þær voru komnar heim til sín. Þær eru meðal annars grunaðar um húsbrot, eignaspjöll og hótanir. Þær voru vistaðar í fangageymslu í nótt og verða yfirheyrðar síðar í dag.

Haft var samband við barnavernd vegna málsins.

Frétt mbl.is: Hótuðu móður með hnífi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert