Kveðja frá Dönum: Áfram Ísland!

Hér má sjá stuðningsmenn íslenska landsliðsins taka upp víkingahrópið á …
Hér má sjá stuðningsmenn íslenska landsliðsins taka upp víkingahrópið á Ráðhústorginu. Skjáskot úr myndbandi Politiken

Margt var um manninn á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn í hádeginu í dag þegar stuðningsmenn íslenska landsliðsins komu saman til að taka upp víkingahrópið sem Íslendingar eru orðnir þekktir fyrir á EM.

Frétt mbl.is - Í beinni frá Ráðhústorginu 

Danska blaðið Politiken stóð fyrir samkomunni en það hefur ekki farið í felur með stuðning sinn á íslenska liðinu á EM. Kveðjan var tekin upp og senda á íslenska landsliðið í Frakklandi. Hægt var að fylgjast með samkomunni í beinni á Snapchat-aðgangi 66°Norður, team_66n­orth.

Hér má sjá myndskeiðið af kveðjunni.

Í frétt Politiken er íslenska landsliðið hvatt til dáða. „Áfram Ísland.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert