Launin tæplega fjórfaldast hjá Guðna

Guðni Th. Jóhannesson, verðandi forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, verðandi forseti Íslands. Eggert Jóhannesson

Laun Guðna Th. Jóhannessonar, verðandi forseta, munu tæplega fjórfaldast þegar hann tekur við embætti forseta frá því sem þau voru í fyrra. Guðni var með 657 þúsund krónur í laun á mánuði sam­kvæmt tekju­blaði Frjálsr­ar versl­un­ar sem kom út í morg­un, en mun hækka upp í 2.479 þúsund m.v. síðustu ákvörðun kjararáðs um laun forseta, ráðherra og þingmanna sem birt var í dag.

Guðni hefur starfað sem dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands undanfarin ár, auk þess að hafa skrifað fjölda bóka.

Í tekjublaðinu er birt­ur listi yfir tekj­ur rúm­lega 3.725 Íslend­inga. Könn­un­in bygg­ist á álögðu út­svari eins og það birt­ist í álagn­ing­ar­skrám. Frjáls versl­un árétt­ar að í ein­hverj­um til­vik­um kann að vera að skatt­stjóri hafi áætlað tekj­ur.

Í tekju­blaði Frjálsr­ar versl­un­ar er tekið fram að um út­vars­skyld­ar tekj­ur á ár­inu 2015 sé að ræða og þurfa þær ekki að end­ur­spegla föst laun viðkom­andi. „Mun­ur­inn get­ur fal­ist í laun­um fyr­ir setu í nefnd­um og önn­ur auka­störf og hlunn­indi vegna kauprétt­ar­samn­inga. Jafn­framt hafa marg­ir tekið út sér­eign­ar­sparnað en hann telst með í út­svars­skyld­um tekj­um,“ seg­ir í blaðinu.

Tekjur Guðna munu tæplega fjórfaldast þegar hann tekur sæti forseta …
Tekjur Guðna munu tæplega fjórfaldast þegar hann tekur sæti forseta á Bessastöðum. Mynd/Sigurður Bogi

 Í nóvember á síðasta ári voru laun forseta hækkuð samkvæmt ákvörðun kjararáðs og námu þau þá 2.314.830 krónur, en samkvæmt ákvörðun ráðsins hækkuðu laun allra þeirra sem ákvörðunarvald ráðsins nær til um 7,15% frá og með deginum í dag. Það þýðir að þegar Guðni tekur við embætti í ágúst verða laun hans 2.479 þúsund krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert