Leikurinn sýndur á Thorsplani

EM-stemningin verður í hámarki á sunnudag, þegar Íslendingar og Frakkar …
EM-stemningin verður í hámarki á sunnudag, þegar Íslendingar og Frakkar mætast í 8-liða úrslitum mótsins. Hægt verður að fylgjast með leiknum á stórum skjám víða um land. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leikur Íslands og Frakklands á EM í knattspyrnu, sem fram fer á á sunnudag, verður sýndur á stórum skjá á Thorsplani í Hafnarfirði. Bryndís Ásmundsdóttir, söng- og leikkona, mun stýra hvatningu og söng, og gestir eru hvattir til að mæta tímanlega, koma sér fyrir og njóta.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.

Leikurinn hefst kl. 19.

Frétt mbl.is: Risaskjár á Rútstúni í Kópavogi

„Þjóðin öll hefur síðustu vikur sameinast í gegnum fótboltann, hrifist með og fagnað árangri íslenska liðsins á EM enda um að ræða einstakan viðburð í íslenskri íþróttasögu. Með þessu vilja aðstandendur sýningar á Thorsplani færa fótboltann nær Hafnfirðingum og öðrum gestum og gangandi og gera þeim kleift að labba á „völlinn“, upplifa og njóta,“ segir m.a. í tilkynningunni.

Frétt mbl.is: Risaskjáir víða á sunnudag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert