Loka götum í miðbæ vegna EM

Tímabundin lokun gatna á meðan á leik Íslands og Frakklands …
Tímabundin lokun gatna á meðan á leik Íslands og Frakklands stendur á Arnarhóli þann 3. júlí. Kort/Reykjavíkurborg

Undirbúningur fyrir sýningu á leik Íslands gegn Frakklandi á EM við Arnarhól í Reykjavík á sunnudagskvöld er í fullum gangi. Komið verður fyrir stærri skjá og enn öflugra hljóðkerfi til að upplifun áhorfenda verði sem allra best.

Þetta kemur fram í frétt á vef Reykjavíkurborgar. 

Sviðið verður neðst í brekkunni við Lækjargötu og ættu því áhorfendur á Arnarhóli að sjá vel á enn stærri skjá. Hljóð X, sér um uppsetningu á skjánum og tæknilega hlið framkvæmdarinnar ásamt Manhattan Marketing.

<br/>

Lokað verður fyrir umferð á nærliggjandi götum frá  klukkan 16.00 en útsending hefst klukkan 17.00. Lokunin stendur til klukkan 23.00 og þrenging í Lækjargötu þar til búið er að ganga frá svæðinu við Arnarhól. Búist er við að mikill mannfjöldi leggi leið sína þangað til að fylgjast með leiknum.

<br/>

Þetta kvöld verður slökkt á skjánum á EM-torginu og leikurinn því aðeins sýndur við Arnarhól.

Um er að ræða samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar, Íslenskrar Getspár, Landsbankans, Icelandair, Coca-Cola, KSÍ, N1, Símans og Borgunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert