Risaskjár á Rútstúni í Kópavogi

Ótrúlegur fjöldi hefur komið saman til þess að fylgjast með …
Ótrúlegur fjöldi hefur komið saman til þess að fylgjast með öskubuskuævintýri landsliðsins. Fyrst á Ingólfstorgi, svo á Arnarhól og nú stefnir allt í að risaskjáir verði settir upp um land allt. mbl.is/Árni Sæberg

Íþróttafélögin Breiðablik og HK, í samvinnu við Kópavogsbæ, hafa ákveðið að sýna landsleik Íslands og Frakklands í átta liða úrslitum EM í knattspyrnu á risaskjá á Rútstúni við Kópavogslaug í Vesturbæ Kópavogs á sunnudag.

Frétt mbl.is: Risaskjáir víða á sunnudag

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, kveðst vera spenntur fyrir leiknum. „Fólk er að safnast saman víða um land til að fylgjast með strákunum okkar og við viljum leggja okkar af mörkum til að viðhalda þessari samkennd sem myndast þegar fjöldinn kemur saman og horfir á leiki Íslands,“ er haft eftir honum í tilkynningu. Upphitun fyrir leikinn hefst með EM svítunni klukkan fimm síðdegis en leikurinn hefst klukkan 19.

Frétt mbl.is: Risa­skjár á Akra­nesi á sunnu­dag

Frétt mbl.is: Stærri skjár við Arn­ar­hól á sunnu­dag

Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að aðstæður á Rútstúni séu allar hinar bestu og því sé óhætt að fullyrða að það verði sérstök upplifun að fylgjast með leiknum þar. „Leikurinn verður sýndur á risastórum LED skjá með frábæru hljóðkerfi og að auki er veðurspáin hin besta og sætin í brekkunni bjóða upp á einstakt útsýni að skjánum þar sem mikilvægasti leikur landsliðsins til þessa verður spilaður.  Kópavogur býður því upp á París í beinni á eigin heimavelli,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert