Staða mannréttinda á Íslandi skoðuð í heild

Í skýrslu ráðuneytisins er meðal annars fjallað um jafnréttismál, en …
Í skýrslu ráðuneytisins er meðal annars fjallað um jafnréttismál, en 40 ár eru liðin frá því að fyrstu jafnréttislögin voru sett á Íslandi. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

84 athugasemdir voru gerðar við fyrstu úttekt Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttindamála hér á landi, en flestar þeirra lutu að fullgildingu samninga eða innlendum eftirlitskerfum.

Innanríkisráðuneytið hefur nú birt drög að skýrslu um stöðu mannréttindamála á Íslandi, en birting hennar er hluti af annarri lotu úttektarinnar. Sú fyrri fór fram árið 2011 og er í drögunum greint frá því hvernig brugðist hefur verið við þeim athugasemdum sem fram komu að lokinni fyrstu lotu.

Í skýrslunni er m.a. fjallað um jafnréttismál, kynþáttafordóma, réttindi hinsegin fólks, málefni innflytjenda og hælisleitenda, réttindi fatlaðs fólk, málefni fanga og mansal, að því er fram kemur í umfjöllun um skýrsluna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert