Tekjuhæstu prestarnir

Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, var með 1,139 milljónir króna í …
Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, var með 1,139 milljónir króna í tekjur á mánuði á síðasta ári.

Sigfinnur Þorleifsson, sérþjónustuprestur Landspítala, var með 1,844 milljónir króna í tekjur á mánuði á síðasta ári samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í morgun. Hann er efstur á lista yfir presta í blaðinu.

Í blaðinu er birtur listi yfir tekjur rúmlega 3.725 Íslendinga. Könnunin byggist á álögðu útsvari eins og það birtist í álagningarskrám. Frjáls verslun áréttar að í einhverjum tilvikum kann að vera að skattstjóri hafi áætlað tekjur

Í öðru sæti lista blaðsins yfir tekjuhæstu prestana er Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur Landspítala. Hann var með 1,395 milljónir króna í tekjur á mánuði á síðasta ári. Á eftir honum kemur Þorvaldur Karl Helgason, sóknarprestur á Selfossi með 1,213 milljónir á mánuði.

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, er sjötta á listanum með 1,139 milljónir króna á mánuði. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, var með 978 þúsund krónur á mánuði. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, var aftur á móti með 944 þúsund krónur í tekjur á mánuði.

Þorvaldur Víðisson, ritari biskups, er í tíunda sæti listans með 1,029 milljónir á mánuði.

Jóna Hrönn Bolladóttir var með 843 þúsund krónur á mánuði, Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur á Landspítala, var með 798 þúsund krónur á mánuði, Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur var með 951 þúsund krónur og Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogi, var með 743 þúsund krónur í tekjur á mánuði á síðasta ári, svo nokkrir séu nefndir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert