Vilja reisa sjúkrahús og hótel

Dr. Pedro Brugada hefur mikinn áhuga á starfsemi á Íslandi.
Dr. Pedro Brugada hefur mikinn áhuga á starfsemi á Íslandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Félagið MCPB ehf. hefur sent bæjaryfirvöldum í Garðabæ og Kópavogi beiðni um viðræður um uppbyggingu einkaspítala og fimm stjörnu hótels.

Félagið er að stærstum hluta í eigu hollenska fasteignaþróunarfélagsins Burbanks Capital, sem er í samstarfi við spænska hjartaskurðlækninn dr. Pedro Brugada. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í maí sl. hyggst Brugada opna skurðstofu hér á landi í haust, í samvinnu við Klínikina Ármúla, þar sem áhersla verður lögð á meðhöndlun erlendra sjúklinga. Bygging spítala og hótels er hugsuð í framhaldi af starfseminni í Ármúla.

Gert er ráð fyrir að spítalinn verði með u.þ.b. 150 eins manns sjúkraherbergi og að lágmarki fimm skurðstofur. Hótelið er áformað með 250-300 herbergjum. Í Garðabæ hefur félagið áhuga á Vetrarmýrarlóðinni, milli Reykjanesbrautar og golfvalla GKG, en Glaðheimasvæðinu í Kópavogi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert