Andlát: Hans Markús Ísaksen

Hans Markús Ísaksen
Hans Markús Ísaksen

Hans Markús Ísaksen, sóknarprestur í Namdal prosti í Noregi, andaðist á sjúkrahúsinu í Namsos hinn 18. júní síðastliðinn.

Hans Markús fæddist í Reykjavík hinn 1. september 1951. Foreldrar hans eru Hafsteinn Ármann Ísaksen, vélstjóri og vélvirki í Keflavík, f. 14. júlí 1930 í Reykjavík, og kona hans, Hanna Kristín Baagöe Hansdóttir, f. 28. júlí 1927 í Reykjavík.

Hans Markús lauk sveinsprófi í rafvirkjun 1973, hann hlaut meistararéttindi í rafvirkjun og lauk námi í Lögregluskólanum 1976. Hann lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1996, diplómanámi í sálgæslu og áfallahjálp við sjúkrahúsið í Wisconsin 2003 og meistaranámi í öldrunarfræðum frá Háskóla Íslands 2009-2010.

Hans Markús starfaði í lögreglunni í Reykjavík frá 16. október 1973 til 1. október 1986, var sóknarprestur í Garðaprestakalli frá 1997-2005, héraðsprestur í Reykjavík til 2010 og síðan sóknarprestur í Klinga og Vemundvik í Noregi frá 2011.

Fyrri kona Hans Markúsar var Þorbjörg Oddgeirsdóttir, börn þeirra Oddgeir, f. 28. ágúst 1973, og Aðalheiður, f. 18. apríl 1977.

Eftirlifandi kona Hans Markúsar er Jónína Sigþrúður Sigurðardóttir. Sonur Hans Markúsar og Jónínu er Hafsteinn Ísaksen, f. 7. júlí 1981 í Reykjavík. Fóstursonur Hans Markúsar og sonur Jónínu er Heiðar Már Hlöðversson, f. 2. mars 1974.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert