„Einfaldlega ósanngjarnt“

Laun hafa hækkað töluvert í stjórnarráðinu.
Laun hafa hækkað töluvert í stjórnarráðinu. mbl.is/Jim Smart

„Þessi ákvörðun kjararáðs gengur þvert gegn því rammasamkomulagi sem skrifað var undir af vinnumarkaði fyrr á árinu,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR og varaforseti ASÍ, um ákvörðun kjararáðs um laun ráðuneytis- og skrifstofustjóra í Stjórnarráði.

Hún segir að samkomulag aðila vinnumarkaðarins verði að gilda fyrir alla, hvort sem þeir semja um sína launahækkun eða fá hana afhenta af kjararáði.

„Hér er verið að taka út ákveðnar starfsstéttir hins opinbera og segja að þær eigi að fá meira. Við hljótum að spyrja af hverju?“ segir Ólafía í umfjöllun um ákvörðun kjararáðs í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert