Vöktu athygli á símanotkun undir stýri

Ökumenn fengu fræðslu víða um land í gær frá félögum …
Ökumenn fengu fræðslu víða um land í gær frá félögum björgunarsveita Slysavarnafélagsins. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Félagar björgunarsveita og slysavarnadeilda Landsbjargar stóðu í gær vaktina á fjölförnum stöðum um allt land. Tilefnið var tvennskonar.

Í fyrsta lagi á að hitta á ökumenn bifreiða og afhenda þeim áminningu varðandi farsímanotkun undir stýri. Jafnframt voru fyrstu hóparnir að leggja af stað á hálendisvakt björgunarsveita en þetta er ellefta sumarið sem því verkefni er haldið úti.

„Þetta er eitt stórt verkefni, að tryggja öryggi ökumanna,“ segir Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem var mættur við Olís í Norðlingaholti. „Við erum að vekja athygli á farsímanotkun undir stýri sem mörg okkar þekkja. Við erum í heilmiklu átaki með Sjóvá að vekja athygli á því að þetta sé ekki skynsamleg hegðun,“ segir Smári í umfjöllun um verkefni þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert