Sex ný nöfn á mannanafnaskrá

Mannanafnanefnd samþykkti á fundi sínum 24. júní síðastliðinn karlmannsnafnið Hjalmar og kvenmannsnöfnin Frida, Linnea, Silfur og Sakura.

Einnig var fallist á föðurkenninguna Valdason. Hafði maður óskað eftir því að taka upp kenningu til föður síns, Vasyl, og að eiginnafn föðurins yrði lagað að íslensku máli sem Valdason. Sagði nefndin að ekkert í lögum um mannanöfn stæði í vegi fyrir því að fallist yrði á það.

Á fundi sínum 13. júní lagði nefndin jafnframt blessun sína yfir karlmannsnafnið Hymir.

Verða öll nöfnin færð á mannanafnaskrá.

Úrskurðir mannanafnanefndar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert