„Ég er komin af mjög sterkum stofni“

Guðrún Guðmundsdóttir
Guðrún Guðmundsdóttir mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Guðrún Guðmundsdóttir verður hundrað ára í dag. Hún er fædd 1916 á Súðavík í Álftafirði við Ísafjarðardjúp, en foreldrar hennar bjuggu á Tröð í Álftafirði. Hún er yngst sjö systkina, en móðir hennar lést við barnsburð.

Guðrún ólst því upp hjá móðurbróður sínum og konu hans á Kleifum í Skötufirði. Þar gekk hún í sveitaskóla auk þess sem hún vann á bænum frá sjö ára aldri.

„Ég var höfð með í öllu eins og önnur börn. Ég gat farið að beita línu sjö ára og tíu ára var ég farin að fara með í útróðra og raka í slætti. Við börnin fengum bara aðeins minni verkfæri en þeir fullorðnu. Þetta var enginn þrældómur heldur meira eins og leikur fyrir okkur börnin,“ segir Guðrún meðal annars í afmælissamtali í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert