Sýslumaðurinn flytur í nýtt húsnæði

Í þetta hús að Hlíðasmára 1 í Kópavoginum mun embætti …
Í þetta hús að Hlíðasmára 1 í Kópavoginum mun embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu flytja í. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Embætti sýslu­manns­ins á höfuðborg­ar­svæðinu mun flytj­ast í nýtt hús­næði í Hlíðasmára 1 í Kópa­vogi í haust. Þá verða lagðar niður skrif­stof­ur gömlu embætt­anna þriggja í Reykja­vík, Kópa­vogi og Hafnar­f­irði. Með lög­um sem tóku gildi þann 1. janú­ar 2015 voru sýslumannsembættin á land­inu sam­einuð.

Þórólf­ur Hall­dórs­son, sýslumaður á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ir það flókið mál að flytja svo rót­gróna stofn­un sem embættið er en það verður gert í áföng­um á tíma­bil­inu frá 1. september til 1. nóv­em­ber. „Aðal­atriði er að nýta þau tæki­færi sem fel­ast í sam­ein­ingu þess­ara þriggja embætta og reyna að gera það sem hægt er til þess að sam­legðaráhrif­in verði sem mest. Þannig nýt­ist skatt­fé bet­ur og von­andi tekst okk­ur jafn­framt að bæta bæði aðstöðu starfs­manna og viðskipta­vina,“ seg­ir Þórólf­ur.

Ekki gert ráð fyrir breytingum í fjárframlögum

Ekki var gert ráð fyr­ir sér­stök­um fjár­fram­lög­um vegna breyt­ing­ar­kostnaðar og stend­ur embættið því frammi fyr­ir því að þurfa að ganga í gegn­um þess­ar breyt­ing­ar af þeim fjárheimildum sem það hef­ur af fjár­lög­um. Þórólf­ur seg­ir að fa­stráðnir starfsmenn haldi sín­um störf­um við sam­ein­ing­una en ekki verði sjálfkrafa ráðið á ný í þær stöður þegar fólk lætur af störf­um vegna ald­urs.

Margt um manninn hjá sýslumanni.
Margt um manninn hjá sýslumanni. mbl.is/Styrmir Kári

Sam­ein­ing embætt­anna í eitt hús­næði hófst með þeim hætti að gerð var hús­rým­isáætl­un og aug­lýst eft­ir hús­næði. Í hús­rým­isáætl­un voru gerðar þær kröf­ur að það hús­næði sem tekið yrði á leigu upp­fyllti ákveðnar kröf­ur, til dæm­is í tengsl­um við af­greiðslu vega­bréfa. „Það er sér­stak­lega gert ráð fyr­ir því að bæta þá aðstöðu og sam­hliða því verða vænt­an­lega tekn­ar í notk­un nýj­ar vél­ar og nýtt tölvu­kerfi sem mun að auki hraða af­greiðslu,“ seg­ir Þórólf­ur.

Aukin þægindi fyrir viðskiptavini 

Hægt verður að skipu­leggja alla af­greiðslu mun bet­ur og mun það skila sér í aukn­um þæg­indum bæði fyr­ir starfs­menn og viðskipta­vini. Spurður hvort til standi að taka upp ein­hvers kon­ar pönt­un­ar­kerfi eins og þekkt eru annars staðar á Norður­lönd­un­um seg­ir Þórólf­ur það allt í skoðun en lík­lega verði eitt­hvert val í boði hvað það varðar.

Hann seg­ir ánægju­legt að nýja skrif­stof­an verði til húsa í miðju höfuðborg­ar­svæðis­ins samkvæmt þeirri skil­grein­ingu sem svæðis­skipu­lag höfuðborg­ar­svæðis­ins ger­ir ráð fyr­ir þannig að sem styst verði fyr­ir sem flesta til sýslu­manns­ins. Með sam­ein­ing­unni er verið að hagræða með því að setja sams­kon­ar starf­semi sem var í gangi á þrem­ur stöðum und­ir eitt þak. Þess­ar breyt­ing­ar eru að nokkru leyti að frum­kvæði Þórólfs, sem ráðuneytið síðan samþykkti, en með þeim er sýslu­mann­sembættið að fara úr um 4.700 fer­metr­um niður í um 2.900 fer­metra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert