Rjúpufjölskylda á skotvelli

Rjúpa, þó ekki á skotvelli.
Rjúpa, þó ekki á skotvelli. mbl.is/Jón Sigurðarson

Ferdinand Hansen, formaður skotíþróttafélags Hafnarfjarðar, birti heldur skemmtilegt myndband á dögunum sem hann tók. Í því má sjá rjúpu og afkvæmi hennar á æfingasvæði skotíþróttafélagsins, á velli fyrir svokallað ólympískt „skeet“, eða leirdúfuskotfimi.

Spurður hvort lætin í byssunum færu ekkert illa í rjúpuna segir Ferdinand svo ekki vera. „Það er svo skrítið að það hafa oft verið hér rjúpur en þær eru oft að tipla þarna hreinlega undir þar sem dúfurnar lenda,“ segir hann og á þar við leirdúfur sem skotnar eru á æfingasvæðinu.

Ferdinand segist hafa streymt myndbandi af rjúpunni í yfir 20 daga, en myndbandið sem birtist hér að neðan sýnir glefsur úr um sólarhring. „Þegar ungarnir byrja að komast út tekur það ekki nema sólarhring og svo eru þau bara farin.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert