„Þetta líðum við ekki sem þjóðfélag“

Myndinni af Aroni Einari var stillt upp við hlið myndar …
Myndinni af Aroni Einari var stillt upp við hlið myndar af nokkrum leikmönnum franska liðsins.

„Ég sá þetta og þetta líð ég ekki. Þetta líðum við ekki sem þjóðfélag. Svo einfalt er það,“ segir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, um notkun danska stjórnmálaflokksins Danskernes Parti á mynd af honum þar sem settar eru fram dylgjur um franska landsliðið.

Knattspyrnusamband Íslands sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem myndbirtingin er hörmuð. 

Sjá frétt mbl.is: KSÍ harmar haturskenndan áróður

„Knattspyrnan er sameiningarafl. Þar sameinast stuðningsmenn af ólíku þjóðerni og uppruna. Sameiginlegur áhugi stórs hluta mannkyns á þessari íþrótt sem okkur þykir svo vænt um færir fólk nær hvert öðru og við notum íþróttina markvisst til að færa fólk saman, en ekki til að stía því í sundur,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. 

„Ég er ekki ánægður með að fólk sé að nota mynd af mér í svona. Þetta líðum við ekki sem Íslendingar. Það er alveg á hreinu. Svona erum við ekki,“ bætir Aron Einar við, en hann er nú í sumarfríi eftir stórkostlega frammistöðu á Evrópumótinu í knattspyrnu þar sem íslenska liðið komst í 8-liða úrslit. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert