Vísa sögusögnum RÚV á bug

Ýmis­húsið er í eigu Stofn­un­ar múslima.
Ýmis­húsið er í eigu Stofn­un­ar múslima. mbl.is/Árni Sæberg

Stofnun múslima á Íslandi vísar sögusögnum fréttastofu RÚV um tengingar við erlend hryðjuverkasamtök til föðurhúsanna og krefst afsökunarbeiðni frá RÚV fyrir ásakanir um tengsl samtakanna við Ríki íslams. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem lögmaður stofnunarinnar sendi á fjölmiðla í dag.

RÚV greindi frá því í gær að sænskur ríkisborgari, Osama Krayem, sem grunaður er um aðild að hryðjuverkunum í Brussel, hefði unnið fyrir Alrisalah-stofnunina á Norðurlöndunum. Sagði í fréttinni að stofnunin ræki m.a. Stofnun múslima á Íslandi.

„Tengingin átti að vera tilkomin vegna vinnu mannsins sem smiður fyrir Al-risalah samtökin í Svíþjóð. Af þessu tilefni vill Stofnunin taka það fram að Stofnunin er sjálfstæður lögaðili í rekstrarformi sjálfseignarstofnunar. Það form gerir það að verkum, að enginn á félagið, heldur er það rekið af stjórn þess. Engin eignatengsl eru milli Stofnunarinnar og annarra félaga. Það að sömu aðilar sitji í stjórn Stofnunarinnar og erlendra félaga í samskonar starfsemi, þ.e. trúar,- menningar- og æskulýðsstarfsemi, skapar ekki tengsl þess við hryðjuverkasamtök af neinu tagi, enda hefur Stofnunin aldrei stundað eða tengst slíkri starfsemi né neinni annarri ólöglegri starfsemi,“ segir í yfirlýsingunni.

Frétt mbl.is: Hryðjuverkamaður vann fyrir Norræna stofnun múslima

Þar kemur einnig fram að Krayem hafi starfað í stutta stund á vegum Al-risalah samtakanna í Svíþjóð. Hann hafi aldrei komið til Íslands og forvarsmönnum stofnunarinnar sé ekki kunnugt um að hann hafi tengst múslimum á Íslandi. „Þess ber að geta að umræddur maður starfaði síðar í tvö ár hjá hinu opinbera í sveitarfélaginu Malmö, þ.e. Malmö kommun. Auðsætt er að sveitarfélagið Malmö eða vinabæir þess um víða veröld geta ekki borið ábyrgð á því að starfsmenn þess velji að ganga til liðs við hryðjuverkasamtök enda sæta þau ekki, né heldur aðrir vinnuveitendur mannsins, gruggugum ásökunum um tengingar við hryðjuverkasamtök af þessum sökum.“

Þá ítrekar stofnunin að markmið hennar sé að vinna að uppbyggingu íslamskrar trúar og menningarheims á Íslandi með íslensk lög að leiðarljósi. „Stofnunin hefur ekki stutt, og mun aldrei styðja, ólögmætar aðgerðir eins og hryðjuverk, í neinum tilgangi. Þá mun Stofnunin ekki skaða Ísland, hagsmuni þess eða líf Íslendinga á neinn hátt. Jafnframt vill Stofnunin taka fram að hún fordæmir hryðjuverk í hvaða mynd sem er, og hvar sem þau eru framin.“

mbl.is

Innlent »

Alvarlegt umferðarslys á Miklubraut

08:59 Alvarlegt umferðarslys varð á Miklubraut nú fyrir skömmu. Sjúkrabílar, lögreglubílar og slökkviliðsbíll hafa verið sendir á staðinn og hefur lögregla lokað Miklubraut frá Grensásvegi austur. Meira »

Mælirinn datt út í Hamarsfirði

08:32 Fjöldi vega um landið er enn lokaður vegna óveðurs og ófærðar. Vegagerðin er byrjuð að moka á Norðurlandi, en fyrir austan Akureyri er beðið með mokstur vegna óveðurs. Holtavörðuheiði er einnig enn lokuð. Meira »

Kosið um nýja forystu Bjartrar framtíðar

08:20 Kosið verður um nýja forystu hjá Bjartri framtíð í dag á aukaráðsfundi sem fram fer á Hótel Cabin. Kosið verður um embætti formanns flokksins og stjórnarformanns, en um síðustu mánaðarmót hætti Óttarr Proppé sem hafði verið formaður flokksins og Guðlaug Kristjánsdóttir sem var stjórnarformaður. Meira »

Fæðingum á landsvísu hefur fækkað

08:18 Samkvæmt upplýsingum frá fæðingardeildum stærstu sjúkrahúsa á landinu hefur fæðingum eilítið fækkað á milli ára. Á þessu ári hafa fæðingar verið um 3.340 talsins en voru um 3.360 á sama tíma í fyrra. Meira »

Lögsækir heilabilaðan öryrkja

07:57 Lýður Ægisson, 69 ára gamall öryrki með heilabilun og hreyfihömlun, fékk fyrr í vikunni átta daga frest til að greiða rúmlega einnar og hálfrar milljónar króna kröfu hjúkrunarheimilisins Eirar, þar af er hálf milljón í vexti. Meira »

Tilboð í eignir á Laugum of lágt

07:37 Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt að gera fyrirtæki sem lagt hefur fram tilboð í allar eignir sveitarfélagsins á Laugum í Sælingsdal gagntilboð. Meira »

Fangageymslur lögreglu fullar

07:11 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti ökumanni sem grunaður er um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og fíkniefna eftirför á fimmta tímanum í nótt. Sinnti ökumaðurinn ekki stöðvunarmerkjum og hófst því eftirför. 60 mál komu í heildina upp hjá embættinu og eru fangageymslur fullar eftir nóttina. Meira »

Viðvörun áfram í gildi fram eftir degi

07:30 Búast má við norðvestanátt á austanverðu landinu í dag, 15-23 m/s og éljum. Með deginum á að draga úr vindi og úrkomu og á morgun er spáð hægviðri og léttskýjuðu veðri á Austurlandi. Frost víða 3 til 8 stig. Meira »

Kaupir íbúðir fyrir 2,5 milljarða

05:30 Reykjavíkurborg hefur í haust keypt 73 félagslegar íbúðir fyrir um 2,5 milljarða króna. Þar af eru 24 í byggingu á Grensásvegi 12. Meðalverð íbúðanna er 34,12 milljónir kr. og kostar fermetrinn að meðaltali rúmar 434 þúsund. Meira »

Valsmenn klofnir í herðar niður

05:30 Alvarlegur klofningur er kominn upp meðal hluthafa í félaginu Valsmenn hf. Félagið var stofnað um verðmætar eignir á Hlíðarenda en því var ætlað að standa vörð um eignirnar með hagsmuni Knattspyrnufélagsins Vals að leiðarljósi. Meira »

Netárásir eru vaxandi atvinnugrein

05:30 Landsmenn kunna að hafa fundið fyrir auknu áreiti svindltölvupósta, sem stundum eru kallaðir Nígeríubréf, þar sem reynt er að sannfæra viðtakanda um að hans bíði umbun í formi peninga fari hann eftir fyrirmælum póstanna. Meira »

Léku í auglýsingu Iceland-keðjunnar

05:30 Þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta komst í fyrsta skipti á stórmót greip breska verslunarkeðjan Iceland Foods tækifærið og fór í auglýsingaherferð á samfélagsmiðlum þar sem landsliðsmennirnir komu við sögu. Meira »

Allt að 50 flóttamenn koma

05:30 Íslensk sendinefnd fór í síðustu viku til Jórdaníu og hélt þar námskeið fyrir um 50 manna hóp flóttafólks frá Sýrlandi og Írak í samstarfi við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina. Meira »

Tvöfalt fleiri kennarar á sjúkradagpeningum

05:30 Útlit er fyrir að fjöldi þeirra kennara sem fá sjúkradagpeninga úr sjúkrasjóði Kennarasambandsins muni tvöfaldast á milli ára og að stór hluti af heildarútgjöldum sjóðsins verði vegna þessara greiðslna. Meira »

Áfram stórhríð og vindur

Í gær, 22:44 Vakin er athygli á því að viðvaranir vegna stórhríðar og vinds eru í gildi fram á morgundaginn en hvassast er austast á landinu, þar sem appelsínugul viðvörun er í gildi. Meira »

Dregur úr skattbyrðinni

05:30 Hlutfall skatta af landsframleiðslu á Íslandi var 36,4% í fyrra, sem skilaði landinu í 15. sæti OECD-ríkja. Alls 35 ríki eiga aðild að Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD. Meira »

Vilja vinnubúðir fyrir erlenda verkamenn

05:30 „Hugsunin hjá okkur er tvíþætt. Annars vegar að skapa almennilegt búsetuúrræði fyrir erlenda starfsmenn og hins vegar að létta aðeins á þessum fasteignamarkaði,“ segir Eiríkur Ingvar Ingvarsson, framkvæmdastjóri Somos ehf. Meira »

„Öll vanskil þurrkuð upp“

Í gær, 21:54 Fráfarandi stjórn Pressunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem samskipti hennar við forsvarsmenn Fjárfestafélagsins Dalsins eru rakin. Í henni er vísað á bug þeim ávirðingum sem bornar voru á Björn Inga Hrafnsson og aðra fráfarandi úr stjórn Pressunnar. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
Stimplar
...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
R108 Rúmgóð, falleg 3 herb. m.húsgögnum
Rúmgóð og falleg 3 herbergja íbúð í Stóragerði til leigu frá janúar 2018. Leigis...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...