52% myndu kjósa Guðna

Samkvæmt könnun MMR hlyti Guðni Th. Jóhannesson um 52% greiddra …
Samkvæmt könnun MMR hlyti Guðni Th. Jóhannesson um 52% greiddra atkvæða ef kosið yrði aftur milli tveggja efstu frambjóðendanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

52% Íslendinga myndu kjósa Guðna Th. Jóhannesson og 48% myndu kjósa Höllu Tómasdóttur ef haldin yrði önnur umferð í forsetakosningum þar sem valið stæði á milli tveggja efstu frambjóðendanna.

Þetta eru niðurstöður könnunar MMR sem framkvæmd var dagana 27. júní til 4. júlí 2016. Alls svöruðu könnuninni 924 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Samkvæmt könnuninni hlýtur Guðni meiri stuðning hjá þeim sem eldri eru en Halla Tómasdóttir sækir meiri stuðning til yngri aldurshópa.

Þeir sem sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn voru líklegri til þess að styðja Höllu en þeir sem sögðust styðja Samfylkinguna, Vinstri græn, Pírata og Bjarta framtíð.

Nánar um niðurstöður könnunarinnar á vef MMR.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert