Hart deilt um niðurstöðu kosninga

Deilur urðu á aðalfundi Vinnslustöðvarinanr hf. í Vestmannaeyjum.
Deilur urðu á aðalfundi Vinnslustöðvarinanr hf. í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Skúli Már Gunnarsson

„Mér finnst þetta sorglegt, svona er ekki hægt að líða,“ segir Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður um niðurstöðu aðalfundar Vinnslustöðvarinnar hf. sem haldinn var á miðvikudaginn.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins spruttu upp miklar deilur á fundinum þegar kjósa átti stjórnarmenn í aðalstjórn og varastjórn. Var atkvæðaseðlum dreift til fundarmanna og hafði hver maður atkvæði í samræmi við eign sína í félaginu.

Þegar talningu var lokið kom í ljós að tvær konur og tveir karlar voru komin í aðalstjórn en tveir menn voru jafnir um fimmta sætið. Einnig kom í ljós að einn atkvæðaseðill hafði ekki skilað sér í kjörkassa. Hófust þá deilur um það hvort kasta ætti hlutkesti um það hver yrði fimmti maður í stjórn eða hvort hluthafafundur ætti að ákveða það. Var fundarstjóri þá kallaður til að kveða upp úr um það en ákvað hann þess í stað að ógilda kosninguna þegar ljóst varð að einn atkvæðaseðill hafði ekki skilað sér til talningar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert