Niðurstaða málamiðlana

Stjórnarskrárnefnd hefur skilað af sér frumvörpum til forsætisráðherra sem kveða ...
Stjórnarskrárnefnd hefur skilað af sér frumvörpum til forsætisráðherra sem kveða á um breytingar á stjórnarskránni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stjórnarskrárnefnd hefur afhent forsætisráðherra frumvörp til stjórnarskipunarlaga að nýjum ákvæðum í stjórnarskrá um þrjú tiltekin efni. Þau fjalla um þjóðareign á náttúruauðlindum, umhverfis- og náttúruvernd og þjóðaratkvæðagreiðslur að kröfu hluta kjósenda.

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, segir ánægjulegt að nefndin sé búin að skila þessum tillögum af sér, en að þeim hafi verið unnið býsna lengi.

„Ég held að það sé nauðsynlegt að kanna hvort ekki sé skynsamlegt að reyna að leggja þetta fyrir þingið núna í sumar því að vilji menn koma þessum ákvæðum inn í stjórnarskrá þá er tækifæri núna og langt í að næsta tækifæri opnast“ segir Sigurður Ingi í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Hann vísar þar til þess að breytingarnar þyrfti að samþykkja á yfirstandandi þingi og síðan að nýju á þingi eftir kosningar.

Skiptar skoðanir um þröskuldinn

Hann segir að tillögur nefndarinnar séu niðurstaða málamiðlana á milli ólíkra hópa til að ná sem víðtækastri samstöðu, þó að vissulega fylgi sérbókanir niðurstöðunni. Spurður um það atriði að 15% kosningarbærra manna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi segir hann að skiptar skoðanir séu um hver þröskuldurinn eigi að vera. Þetta sé niðurstaða málamiðlana á milli allra flokka á þingi til að ná sem víðtækastri sátt. „Ég held að það væri tillögunnar virði að láta á það reyna hvort við gætum náð að ljúka þessu á síðsumarsþinginu,“ segir forsætisráðherra.

Hann segir áhugavert, og margir hafi talað fyrir því, að það sé nauðsynlegt að koma auðlindaákvæði inn í stjórnarskrána sem og ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og það gerist með þessum tillögum. Sama eigi við um þriðja þáttinn, sem fjalli um náttúruna.

Hann segir ánægjulegt að þetta verklag skuli hafa verið notað og þessi niðurstaða liggi fyrir. Vinnubrögðin séu í samræmi við það sem til að mynda nágrannar á Norðurlöndunum, t.d. Norðmenn, hafi viðhaft. Þeir hafi tekið afmarkaða þætti fyrir í hvert sinn og endurskoðað stjórnarskrána með þeim hætti.

Leiði aldrei til varanlegs eignarréttar

Á heimasíðu forsætisráðuneytisins er greint frá tillögum stjórnarskrárnefndar og meginefni frumvarpanna.

Í frumvarpi um þjóðareign á náttúruauðlindum er sett fram almennt ákvæði um að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni og jafnframt kveðið á um meginforsendur auðlindanýtingar. Mælt er fyrir um þjóðareign á náttúruauðlindum og landsréttindum sem ekki eru háð einkaeignarrétti.

Loks er sett skilyrði fyrir veitingu heimilda til nýtingar auðlinda í eigu ríkisins og í þjóðareign og kveðið á um skyldu ríkisins til þess að taka að jafnaði eðlilegt gjald fyrir og gæta jafnræðis og gagnsæis. Tekið er fram að slíkar heimildir leiði aldrei til varanlegs eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir náttúruauðlindum eða landsréttindum í þjóðareign.

Innlent »

Taka að sér nefndaformennsku

12:11 Stjórnarandstaðan hefur ákveðið að taka að sér formennsku í þeim þremur fastanefndum Alþingis sem ríkisstjórnin bauð fram, það er í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Meira »

Bifreið brann í Kömbunum

12:00 Eldur kviknaði í bifreið í Kömbunum á tíunda tímanum í morgun. Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu í Hveragerði fóru á vettvang og slökktu eldinn. Ökumaður var einn í bifreiðinni þegar að eldurinn kom upp og varð honum ekki meint af. Meira »

Fljúga yfir sigkatli Öræfajökuls

11:44 Flogið verður yfir Öræfajökul í dag til að mæla yfirborð hans og skoða sigketilinn betur. Að sögn Einars Hjörleifssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, er flugvélin farin á loft og um borð er maður á vegum stofnunarinnar með myndavél. „Það virðast vera ágætis skilyrði yfir jöklinum.“ Meira »

Málsskjöl til Hæstaréttar í vikunni

10:10 Davíð Þór Björgvinsson, fulltrúi ákæruvaldsins í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins og settur ríkissaksóknari, reiknar með því að skila ágripi sínu um málið til Hæstaréttar Íslands í þessari viku. Meira »

Þingið sett á fimmtudaginn

10:01 Alþingi verður sett á fimmtudaginn og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðþjónustu í Dómkirkjunni. Fjárlagafrumvarpinu verður útbýtt síðar um daginn og um kvöldið flytur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar. Meira »

Byggðaráð fagnar frumkvæði kvenna

08:35 Byggðarráð Borgarbyggðar lýsir yfir ánægju með það frumkvæði sem konur í stjórnmálum hafa tekið undir merkjum „Í skugga valdsins“. Leggur ráðið til að stefna og viðbragðsáætlun sveitarfélagsins verði endurskoðuð í kjölfarið. Meira »

Vatnsleki í Breiðholtsskóla

06:51 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna vatnsleka í Breiðholtsskóla.   Meira »

Veður með allra órólegasta móti

06:58 Hörkufrost var í nótt á Suður- og Vesturlandi enda léttskýjað en síðdegis er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og það þykknar upp. Veður verður með allra órólegasta móti í Evrópu í dag að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Ferðalagið breyttist snögglega

06:45 Ferðalag slóvakískrar konu og vinkonu hennar um Ísland breyttist snögglega er þær lentu í hörðum árekstri við snjóruðningstæki í grennd við Vík í Mýrdal 16. nóvember síðastliðinn. Önnur þeirra liggur enn á Landspítalanum í Fossvogi, en heldur heim á leið í vikunni. Meira »

Andlát: Jón Hjaltason

05:30 Jón Hjaltason, hæstaréttarlögmaður í Vestmannaeyjum, lést í Sóltúni í Reykjavík 8. desember síðastliðinn, 93 ára að aldri.  Meira »

Andlát: Axel Gíslason forstjóri

05:30 Axel Gíslason, fyrrverandi, forstjóri Vátryggingafélags Íslands – VÍS, lést síðastliðinn laugardag á hjúkrunarheimilinu Ísafold. Hann var 72 ára að aldri. Meira »

Aukinn hegðunarvandi í skólum

05:30 Starfsumhverfi kennara er í mörgum grunnskólum talið ófullnægjandi. Þetta er ein niðurstaða samantektar samstarfsnefndar sveitarfélaga og grunnskólakennara sem kannaði starfsumhverfi kennara og vinnumat í skólum. Meira »

Engin merki sjást um eldgos

05:30 Eldfjallafræðingur segir engin merki um eldgos í Skjaldbreið þótt þar gangi nú jarðskjálftahrina yfir. Meira þurfi til að koma til að menn fari að búa sig undir slíkt. Meira »

Stjórnarandstaðan svarar í dag

05:30 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hittast væntanlega á fundi í dag til að taka afstöðu til boðs ríkisstjórnarflokkanna um að stýra þremur fastanefndum Alþingis og þremur alþjóðanefndum og tilnefna fólk í ákveðin embætti varaformanna. Meira »

Góði hirðirinn sprunginn

05:30 Aldrei hefur meiri úrgangur borist inn á endurvinnslustöðvar Sorpu en nú í ár. Þykir þetta magn til marks um aukið góðæri í þjóðfélaginu og slær meira að segja út hið alræmda ár 2007. Meira »

Áhyggjur í Grafarvogi af innbrotum

05:30 „Þetta var mjög vel heppnaður og góður fundur. Það var gott að eiga samtal við fulltrúa frá lögreglunni í nærumhverfi,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, um fund sem félagið stóð fyrir á laugardag. Meira »

Verkfall hefur ekki áhrif hjá WOW air

05:30 Kjarasamningar Flugvirkjafélags Íslands við WOWair runnu út í október. Óskar Einarsson formaður segir að viðræður standi yfir og ekkert bendi til annars en að þær leiði til samninga. Meira »

Vörðu heimsmeistaratitil sinn í dansi

05:30 Pétur Gunnarsson og Polina Oddr báru sigur úr býtum í heimsmeistaramótinu í suðuramerískum dönsum 21 árs og yngri sem haldið var í París um helgina. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

BYGGINGAKRANI Til leigu sjálfreisandi k
BYGGINGAKRANI Til leigu sjálfreisandi krani: H - 22 m, L - 27 m. 850 kg. Sjá aug...
Sangyong Rexton 2006
7 manna, dökkar rúður, krókur, ssk, dísel, ekinn 200 km, Verð 990.000 Skoða ...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
 
Leiðsögumaður
Ferðaþjónusta
Leiðsögumaður óskast Glacier Adventure...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. K...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...