Ný lækning við offitu

Aðalsteinn Arnarson skurðlæknir.
Aðalsteinn Arnarson skurðlæknir. mbl.is/RAX

Aðalsteinn Arnarson skurðlæknir mun á næstunni innleiða nýja meðferð við offitu, en hann mun opna skurðstofu við Klíníkina í Ármúla á næstunni.

Aðferðin er framkvæmd með lækningatæki sem kallast AspireAssist og var nýlega vottað af FDA, matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna, en hafði áður fengið CE-vottun í Evrópu.

Hin nýja aðferð felur í sér mun minna inngrip en hefðbundnar offituaðgerðir og krefst t.a.m. ekki svæfingar, heldur er sjúklingurinn slævður á meðan lækningabúnaðinum er komið fyrir. Að sögn Aðalsteins gæti verið að AspireAssist væri ákjósanlegur kostur fyrir þann hóp sem hefur hingað til ekki viljað gangast undir offituaðgerðir vegna þess inngrips sem í þeim felst.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag telur hann þó hjáveituaðgerð árangursríkasta fyrir þá sem kljást við offitu, enda batinn skjótur og áhrif hennar mikil á þann heilsubrest sem offita leiðir til.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert