Sjávarleður í gjaldþrot

Sjávarleður hf. er gjaldþrota, en tilkynning þess efnis birtist í Lögbirtingablaðinu fyrr í vikunni.

Sjávarleður og dótturfyrirtæki þess, Loðskinn, framleiddu m.a. leður úr fiskroði og loðgærur. Framleiðslan fór fram í sútunarverksmiðjunni á Sauðárkróki, en öllum þeim 20 starfsmönnum sem störfuðu við framleiðsluna hefur verið sagt upp.

Kröfuhafar hafa farið fram á að áfram haldist lágmarksframleiðsla í fyrirtækinu um sinn svo að hægt verði að standa við þær skuldbindingar sem þegar eru gerðar. Í Morgunblaðinu í dag segir Gunnsteinn Björnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins, að rekja megi ástæður gjaldþrotsins til hruns á sölu á mokkaskinnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert