Fyrsta samstarfið við Netflix

Margrét Jónsdóttir og Dylan Howitt ræða við Ragnar Aðalsteinsson hrl. …
Margrét Jónsdóttir og Dylan Howitt ræða við Ragnar Aðalsteinsson hrl. við meðferð endurupptökumálsins í héraðsdómi. mbl.is/Árni Sæberg

Heimildarmynd um Guðmundar- og Geirfinnsmálið verður frumsýnd á fyrstu mánuðum næsta árs, en Sagafilm vinnur um þessar mundir að framleiðslu hennar ásamt BBC, RÚV og bandarísku efnisveitunni Netflix.

Myndin mun bera nafnið „OUT OF THIN AIR“ og Ólafur Arnalds semur tónlist fyrir hana. Nú þegar hafa verið tekin upp viðtöl við fólk sem viðkemur málunum, enn er þó eftir að taka viðtöl við fleiri sem þekkja til málsins, að sögn Margrétar Jónasdóttur, framleiðanda hjá Sagafilm.

Alls koma um 20 manns að framleiðslunni á einn eða annan hátt og tveir þriðju hlutar þeirra eru Íslendingar. Myndin er sú fyrsta á Íslandi sem Netflix fjárfestir í á framleiðslustigi, að því  er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert