Segir Íslendinga skammast sín

Daniel Carlsen, formaður og stofnandi Danskernes Parti, gekk úr danska ...
Daniel Carlsen, formaður og stofnandi Danskernes Parti, gekk úr danska nýnasistaflokknum DSNB þar sem honum þótti hann frekar söguleg eining en pólitískt afl. Skjáskot/ Facebook

Daniel Carlsen, formaður og stofnandi þjóðernishyggjuflokksins Danskernes Parti, segir Íslendinga skammast sín fyrir að íslenska landsliðið sé „íslenskt“.

Carlsen birti myndband með þeim skilaboðum á föstudag í kjölfar mikillar reiði vegna myndbirtingar flokksins á Facebook, þar sem svartur húðlitur leikmanna í franska landsliðinu var settur upp sem neikvæður og „óevrópskur“ og mynd af Aroni Einar Gunnarssyni, fyrirliða íslenska landsliðsins, var birt á móti sem dæmi um hið „rétta“ útlit Evrópumanna.

Gaf flokkurinn í skyn að svartir leikmenn ættu hreint ekki heima á Evrópumótinu heldur á móti Afríkuþjóða. Flokkurinn telur að hvorki það að vera fæddur og uppalinn í Frakklandi eða að hafa franskan ríkisborgararétt geri mann franskan, nema maður sé „af vestrænum uppruna“.

KSÍ gaf út yfirlýsingu vegna málsins þar sem það harmaði haturskenndan áróður flokksins. Fór KSÍ fram á að myndbirtingunni yrði tafarlaust hætt og hvatti almenning til að tilkynna birtinguna á Facebook.  Í viðtali við mbl.is sagðist Aron Einar óánægður með myndbirtinguna og að hvorki hann né íslenskt þjóðfélag myndi líða hana.

Fréttir mbl.is:

KSÍ harmar haturskenndan áróður

„Þetta líðum við ekki sem þjóðfélag“

Vill að KSÍ biðjist afsökunar

Carlsen segir Danskernes Parti einfaldlega vera að hylla íslenska landsliðið fyrir það að vera „íslenskt“ og segir viðbrögðin ótrúleg.

„Ég er sorgmæddur ykkar vegna. Ég er sorgmæddur yfir því að þið séuð með knattspyrnusamband sem hreint út sagt skammast sín fyrir að vera Íslendingar. En vitið þið hvað? Í Danskernes Parti hyllum við ykkur fyrir að vera Íslendingar. Við hyllum ykkur og lítum á það sem fyrirmynd að hafa land eins og ykkar þar sem eru raunverulega Íslendingar,“ segir Carlsen í myndskeiðinu.

Hann segir Íslendinga hafa verið eina af fáum þjóðum sem áttu „raunverulega evrópskt“ lið á Evrópumóti karla í knattspyrnu og að það sé mikilvægt.

Myndinni af Aroni Einari var stillt upp við hlið myndar ...
Myndinni af Aroni Einari var stillt upp við hlið myndar af nokkrum leikmönnum franska liðsins. Skjáskot/ Facebook

„Við knattspyrnusambandið hef ég eitt að segja. Þið hafið kallað okkur hatursfull. Þið hafið atað þjóð ykkar auri fyrir það að vera Íslendingar. En þrátt fyrir það erum við viljug til að eiga samtal við ykkur. Þið viljið svo gjarnan að þessi mynd sé fjarlægð svo ef þið byrjið á að biðja ykkar eigið fólk afsökunar á því að hafa tekið afstöðu gegn því erum við viljug til að hefja samtal við ykkur um að fjarlægja þessa færslu.“

Má þess geta að flokkurinn hefur nú hafið sölu á stuttermabolum með mynd af íslenska fánanum yfir Íslandi þar sem á stendur upp á ensku „Hvítur víkingafótbolti“.

Neikvæð athygli ýtir undir undirskriftasöfnun

Þess ber að geta að sú gríðarlega neikvæða athygli sem beindist að flokknum í kjölfar fyrstu færslunnar hefur ekki haft þau áhrif sem flestir hefðu kosið. Facebook telur hana ekki brjóta gegn reglum sínum, svo hún er enn uppi, og athyglin hafði í för með sér mikla dreifingu.

Í samtali við BT á fimmtudag sagði Carlsen að 400 manns hafi veitt flokknum undirskrift sína daginn sem færslan var birt. Á venjulegum degi safnist 30 til 40 undirskriftir og flokkurinn hafi nú fengið yfir 13.000 þúsund. Flokkurinn þarf 20 þúsund undirskriftir til að mega bjóða fram til danska þingsins.

Flokkurinn var stofnaður árið 2011 af Carlsen sem þá var 22 ára gamall. Hann var áður einn af helstu forkólfum nýnasistaflokksins DNSB. Hann hefur margsinnis haft uppi ummæli um að helförin hafi ekki átt sér stað með þeim hætti sem sögubækur segja til um og að þar fari áróður Bandaríkjamanna og kommúnista.

mbl.is

Innlent »

Elsa Lára stígur til hliðar í Norðvestur

17:40 Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að stíga til hliðar og gefa ekki kost á sér á tvöföldu kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í kjördæminu þar sem kosið verður um fimm efstu sæti á lista. Meira »

„Raddir fólksins“ á Austurvelli

17:05 „Raddir fólksins“ komu saman til útifundar á Austurvelli í dag þar sem helstu mál á dragskrá voru umræður um stjórnarskrána og stjórnarslitin í síðustu viku. Ræðumenn voru þau Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bergur Þór Ingólfsson leikari og leikstjóri. Meira »

Stóð ekki til að styðja eigin fjárlög

16:47 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir aldrei hafa staðið til að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti þær skattahækkanir sem fram komu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Meira »

Íslandsmót sleðahunda haldið í dag

16:42 Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands var haldið við Rauðavatn í Reykjavík í dag. Keppt var í ýmsum greinum svosem hjólatogi, sem á ensku nefnist bikejoring. Þá er hundur bundinn við hjól og togar það áfram líkt og um sleða væri að ræða. Meira »

Björn Ingi stofnar nýjan flokk

15:45 Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður hefur stofnað lénið samvinnuflokkurinn.is, en þvertekur þó fyrir að vera á leið í framboð. Vísir.is greinir frá þessu. Hægt er að fletta léninu upp á isnic.is og þar sést að hann er skráður rétthafi þess. Meira »

Rafræn prófkjör Pírata hafin

15:28 Kosning í prófkjörum Pírata fyrir alþingiskosningar 2017 er hafin, en framboðsfrestur rann út klukkan 15.00 í öllum kjördæmum og hófst kosning í kjölfarið. Aðildarfélög Pírata ráða formi kosninga. Meira »

Ástfangin Ágústa Eva gaf þessu séns

14:59 Ágústa Eva Erlendsdóttir veit ekki hvort hún hefði gefið verkefninu séns ef hún væri ekki svona ástfangin en tímasetningin var góð og hún tók lögum Gunna Hilmarssonar um ástina fagnandi. Til varð hljómsveitin Sycamore Tree sem sendir frá sér sína fyrstu plötu um helgina. Meira »

Veggirnir ekki árekstrarprófaðir

15:13 Veggir beggja vegna Miklubrautar, milli Lönguhlíðar og Rauðarárstígs, kosta samtals 60 milljónir króna. Þeim er ætlað að bæta hljóðvist og umhverfisgæði íbúa og þeirra sem nota Klambratún sem og að stýra þverumferð gangandi og hjólandi vegfarenda. Hvorugur veggjanna hefur verið árekstrarprófaður. Meira »

Frítekjumark verði 100.000 kr.

14:14 Frítekjumark tekna ellilífeyrisþega verður hækkað upp í 100.000 krónur á mánuði verði Sjálfstæðisflokkurinn við völd eftir kosningar. Þetta kom fram í ræðu Bjarna Benediktssonar formanns á fundi flokksmanna á Hótel Nordica í dag. Meira »

Norsk norðurljós ekki íslensk

13:38 Fjallað er í norskum fjölmiðli um auglýsingu sem blasir við farþegum í íslenskri flugstöð þar sem þeir eru boðnir velkomnir til Íslands og á auglýsingunni er mjög flott norðurljósamynd. En gallinn er að myndin er ekki tekin á Íslandi heldur í Noregi. Meira »

„Þeir brugðust sem stóðu manni næst“

13:33 „Þeir sem brugðust voru þeir sem stóðu manni næst,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísar hann þar til ákvörðunar Bjartrar framtíðar að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og yfirlýsinga forystumanna Viðreisnar um að það hafi einnig staðið til hjá þeim. Meira »

Skora á Willum Þór

13:23 Framsóknarmenn í Kópavogi skora á Willum Þór Þórsson, fyrrverandi þingmann, að gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í kjördæminu. Meira »

Áslaug Arna staðgengill varaformanns

12:57 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, verður staðgengill varaformanns Sjálfstæðisflokksins meðfram ritarastarfinu fram að landsfundi flokksins. Meira »

Ekkert tilefni til gönuhlaups BF

12:52 „Við erum hér saman komin vegna gönuhlaups tveggja flokka, sem gáfu sig þó út fyrir bætt vinnubrögð.“ Þetta sagði Sigríður Andersen dómsmálaráðherra á fundi Sjálfstæðismanna á Hótel Nordica fyrr í dag. Meira »

Ofurhetjur á Húsavík

12:43 Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar, Leif Erikson Exploration Awards, verða veitt í þriðja sinn í dag.  Meira »

Staðið vaktina í 41 ár og ekki á förum

12:54 María Einarsdóttir, pylsudrottning í Bæjarins beztu, kom í drottningarviðtal í Turninn á K100 í morgun. Hún talaði um lífið í pylsuvagninum, vinnu á eftirlaunaaldrinum og fleira. Meira »

Uppstilling hjá Framsókn í Reykjavík

12:52 Kjördæmaráð Framsóknarflokksins í Reykjavík samþykkti á fundi sínum í morgun að stilla upp á lista flokksins í Reykjavíkur-kjördæmunum tveimur. Listarnir verða kynntir á fundi kjördæmaþings 5. október. Meira »

Sumarhýran var í veskinu

12:29 Ung kona sem var við störf á Íslandi í sumar átti veskið sem heiðarlegur borgari kom með á lögreglustöðina í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Alls voru 3.800 evrur, sem svarar til 490 þúsund króna, í reiðufé í veskinu. Meira »
Honda tanktaska
Góð original Honda tanktaska sem passar á flestar tegundir hjóla af Hondu. Seg...
Hústjald til sölu
Danskt hústjald Trio Telt af gerðinni Haiti er til sölu. Tjaldið er yfir 30 ár...
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
Refapels, síður.
Til sölu ónotaður síður Liz Clayborne refapels, í stærð sem sennilega er Large,...
 
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...