Ekki heimilt að víkja lögreglumanni úr starfi

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins var ekki heimilt að víkja lögreglumanni í fíkniefnadeild tímabundið úr starfi eftir að rannsókn hófst á meintum brotum hans í starfi. Þetta er niðurstaða innanríkisráðuneytisins. Lögreglustjórinn hafi byggt ákvörðun sína fyrst og síðast á orðrómi frekar en gögnum. Fjallað var um málið í hádegisfréttum RÚV.

Í úrskurði innanríkisráðuneytisins segir að lögreglustjórinn, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, hafi brotið meðalhófsreglu stjórnsýslulaga með því að víkja lögreglumanninum úr starfi tímabundið eftir að héraðssaksóknari hóf rannsókn á meintum brotum hans í starfi.

Hefur ráðuneytið fellt ákvörðun lögreglustjórans úr gildi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert