Dró kæruna gegn Birni til baka

Íslenskir áhorfendur á EM í Frakklandi.
Íslenskir áhorfendur á EM í Frakklandi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Bryndís Björk Guðjónsdóttir er búin að fá endurgreidda miðana sem hún keypti af Birni Steinbekk á leik Íslands og Frakklands á EM í knattspyrnu og hefur því ákveðið að draga kæru sína til baka á hendur honum.

„Ég er búin að fá endurgreitt og þar með er þessu máli lokið af minni hálfu,“ segir Bryndís Björk.

Frétt mbl.is: Gat ekki annað en kært Björn 

Upphæðin nemur tæpum 150 þúsund krónum en hana greiddi hún fyrir þrjá miða á leikinn, sem hún fékk aldrei í hendurnar.

Greiðslan er prinsippatriði

Bryndís kveðst ekkert hafa heyrt í Birni. Endurgreiðslan hafi komið frá lögfræðingum hans. Hún segir ekki hafa komið til greina að halda kærunni til streitu. „Ég get ekki séð að hann geti með einhverju móti bætt mér það tjón sem hlaust af því að missa af þessum leik. Ég sé ekki að það verði metið til fjár. Hann er alla vega búinn að greiða, sem er prinsippatriði í mínum huga,“ segir hún.

Björn Steinbekk.
Björn Steinbekk. Mynd/Björn Steinbekk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert