„Gobbagobbuðu“ hestana heim

„Hvorugur lögreglumannanna hafði komið nálægt svona skepnum áður en annar …
„Hvorugur lögreglumannanna hafði komið nálægt svona skepnum áður en annar hafði nokkrum sinnum séð sér eldri menn "gobbagobba" á svona dýr,“ segir í Facebook færslu lögreglunnar. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Það kom lögreglumönnum á Suðurnesjum skemmtilega á óvart að finna tvo hesta þegar þeir voru kallaðir út vegna láta við svefnherbergisglugga íbúa í Reykjanesbæ fyrir nokkru. Grunaði hann að óprúttnir aðilar væru að sniglast í kringum húsið og hringdi  þá á lögreglu. Greint er frá þessu á facebooksíðu lögreglunnar á Suðurnesjum.

Lögregla kom fljótt á staðinn og gerði sér grein fyrir því að hinir „óprúttnu aðilar“ voru tveir hestar sem í mestu makindum voru að gæða sér á grastuggu við heimili tilkynnanda.

„Hvorugur lögreglumannanna hafði komið nálægt svona skepnum áður en annar hafði nokkrum sinnum séð sér eldri menn „gobbagobba“ á svona dýr,“ segir í facebookfærslunni en þar kemur jafnframt fram að lögreglumennirnir hafi „gobbagobbað“ hestana aftur í hesthúsin. Ef marka má myndbandið sem var birt á Facebook leiddist lögreglumönnunum ekki þetta verkefni.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert