Hvalreki og rebbi á Ströndum

Hvalurinn í fjöruborðinu.
Hvalurinn í fjöruborðinu. Ljósmynd/Stefán Jóhann Stefánsson

Það rekur ýmislegt á fjörur ferðamanna sem fara um Strandir þessa dagana. Það fengu þeir að reyna sem fóru um Árneshrepp í góðviðrinu í vikunni.

Í fjöruborðinu rétt fyrir innan Munaðarnes í Ingólfsfirði maraði dauður hvalur við yfirborðið en hann hafði verið á hreyfingu inn með firðinum síðustu tvo til þrjá daga.

Á meðan máfurinn gerði tilraun til að finna næringu úr hvalshræinu gerði refur sér lítið fyrir og náði í máfsunga sér til matar.

Refurinn með máfsungann í kjaftinum.
Refurinn með máfsungann í kjaftinum. Ljósmynd/Stefán Jóhann Stefánsson

Refurinn á það til að liggja í þaranum og bíða góða stund eftir að bráðin sé í færi. Hann staldraði við örskotsstund fyrir ljósmyndara með ungann í kjaftinum og hélt svo áfram ferð sinni inn fjörðinn.

Ljósmynd/Stefán Jóhann Stefánsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert