Sögufrægur EM-bolti til sýnis

Gestir safnsins eru byrjaðir að láta taka af sér myndir …
Gestir safnsins eru byrjaðir að láta taka af sér myndir með boltann. Ljósmynd/Ófeigur

Sögufrægur knöttur hefur verið afhentur Þjóðminjasafni Íslands. Hann verður til sýnis í Þjóðminjasafninu í dag, laugardag, frá kl. 13 til 16.

Gestum og gangandi gefst tækifæri til að taka mynd af sér með boltanum sem notaður var í margrómuðum leik Íslands og Englands á EM 2016 þar sem strákarnir okkar unnu frækinn sigur.

Þessi var afar ánægð með boltann.
Þessi var afar ánægð með boltann. Ljósmynd/Ófeigur

Samstaða og liðsheild

Á Facebook-síðu viðburðarins kemur fram að árangur liðsins á mótinu hafi verið góð áminning um hvað samstaða og liðsheild getur skilað okkur langt og laðað fram það besta í manneskjunni.

„Nú bíður safnið spennt eftir gripum frá kvennalandsliðinu sem hefur ekki síður náð stórkostlegum árangri,“ segir á síðunni.

Hægt er að setja inn myndir af sér á Instagram á þessar slóðir: #boltannheim og  #ÍSLENG

Ljósmynd/Ófeigur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert