Félagsfundur boðaður hjá flugfreyjum

Flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands eru ekki að íhuga verkfallsaðgerðir að …
Flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands eru ekki að íhuga verkfallsaðgerðir að svo stöddu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands koma saman á félagsfundi á miðvikudag til þess að ræða kjaramál sín eftir að kjarasamningur þeirra var felldur með afgerandi hætti fyrir rúmri viku.

Af þeim 42 félagsmönnum sem voru með atkvæðisrétt felldi 81 prósent samninginn. Sigríður Ása Harðardóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir að með félagsfundinum sé hægt að fá upp þau sjónarmið félagsmanna sem ollu því að samningurinn var felldur.

Hún segist þó gera sér grein fyrir því hvað fólk hafi verið óánægt með en vildi ekki tjá sig um það í samtali við mbl.is. Spurð hvort einhverjar verkfallsaðgerðir séu fyrirhugaðar hjá flugfreyjum hjá Flugfélagi Íslands segir Sigríður svo ekki vera.

Hún býst við því að næsta skref verði að setjast aftur að samningaborðinu hjá ríkissáttasemjara, sem verður þó líklega ekki fyrr en í ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert